Bridgestone

Bridgestone var stofnað í Japan árið 1931, leggur mikla áherslu á lágmörkun vistspors og er fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hjólbarða, m.a. hjólbarða úr nýjum efnum.

NM023368 Mítra Bridgestone myndir á heimasíðu_886 x 700 01

Fyrirtækið framleiðir hjólbarða fyrir bifreiðar af öllum tegundum og stærðum auk vinnuvéla og flugvéla. Alls starfa um 130 þúsund manns hjá eða fyrir Bridgestone á 150 starfsstöðvum í ýmsum löndum víða um heim.

Bridgestone hefur lengi verið þekkt fyrir framúrskarandi gæði og stöðuga nýsköpun. Samkvæmt hugmyndafræði Bridgestone leggur fyrirtækið áherslu á að bæta daglegt líf fólks með framúrskarandi vörum og þjónustu. Í samræmi við þetta markmið býður Bridgestone upp á fjölbreytt úrval af dekkjum sem standast kröfur í íslenskum akstursaðstæðum, hvort sem það er í snjó, hálku eða regni.