Sailun á grænni leið!

Sailun Group er í hópi þeirra 15% fyrirtækja sem standa sig best þegar kemur að sjálfbærni, samkvæmt útttekt EcoVadis sem er leiðandi í slíkri vottun á heimsvísu.

Sailun vetrardekk 4x HQ WIDE

Sailun fékk silfurviðurkenningu EcoVadis fyrir árið 2024 og hækkaði úr bronsviðurkenningunni sem samsteypan fékk fyrir árið 2023. Þetta ber vitni um metnað fyrirtækisins til að vera í fararbroddi varðandi sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð og þau stóru skref sem stigin hafa verið í þá átt á skömmum tíma.

Sailun Group hefur einnig náð frábærum árangri í samfélagslegri ábyrgð í heild og hækkaði MSCI ESG (environmental, social and governance) einkunn þess í BB á síðasta ári.

Sailun Group fylgir grænni stefnu í umhverfismálum og leggur áherslu á þróun sem dregur úr kolefnislosun með mælanlegum markmiðum fyrir árin 2030 og 2050. Allar verksmiðjur samsteypunnar hafa fengið alþjóðlegar ISO vottanir varðandi umhverfisþætti, orkunýtingu og gæðastjórnun.

Sailun leggur metnað sinn í að framleiða hágæða dekk með sem minnstum umhverfisáhrifum og leitar leiða til að lágmarka kolefnislosun með samvinnu við birgja og samstarfsaðila virðiskeðjunnar á heimsvísu. Leiðin til framtíðar er græn!